Portrett: einstaklingar, fjölskylda, fyrirtæki
Fáðu mig til að koma með “flash studio” mitt, heim til þín, á vinnustaðinn eða á valinn stað utandyra og mynda þig þar sem þér líður best.Viðburðir
Vantar þig ljósmyndara fyrir viðburð? Ég er með góð tilboð fyrir skírnir, fermingar, afmæli, útskriftir og giftingar. Væri ekki upplagt að sameina porttett myndatöku og myndatöku á viðburði hjá þér? Vantar þig hágæða myndir af samkomu hjá fyrirtæki þínu, ég býð upp á ýtarlega yfirferð án þess að trufla samkomuna og prenta út hágæða myndir sem henta vel til gjafa til viðskiptavina.
Listsýningar
Ertu tónlistarmaður, leikari eða dansari? Ég hef reynslu og bakgrunn til þess að fanga tilfinningu, tjáningu og andrúmsloft við myndatöku á alls kyns sviðs- og tónleika uppákomum. Ég er með góð verðtilboð á kynningarefni fyrir leikara, söngvara, dansara og hljóðfæraleikara.
Endurgerð gamalla mynda
Áttu í fórum þínum gamlar fjölskyldumyndir sem eru þér kærar? Ég geri við þær, laga brot, bletti og aðrar skemmdir, skerpi þær en gæti þess að þær tapi ekki sínu upprunalega formi, sem gömul mynd. Hægt er að bæta myndina ennfremur með því að nota brúntóna (sepia) eða aðra liti eða/og skrautumgjörð. Ég býð einnig upp á uppsetningu á myndum og innrömmun.
Til sölu
Vantar þig að selja eitthvað. Góðar myndir teknar af fagmanni gera gæfumuninn í vörulistum, bæklingum og hversu áhrifaríkar á markaðnum vefsíður þínar eru. Ég tek myndir af stökum vörum, eða af magni af vörum (pack shots) sem sýna vöruna frá besta sjónarhorni og gera hana aðlaðandi.