Simon Vaughan
Ljósmyndari

Simon Vaughan er borinn og barnfæddur Lundúnabúi. Hann hefur verið starfandi ljósmyndari í London um árabil og er meðlimur í MPA (The Master Photographers Association) og BIPP (the British Institute of Professional Photography).

Simon starfar nú sjálfstætt í Reykjavík og er meðlimur í Ljósmyndarafélagi Íslands. Undanfarin tvö ár hefur hann verið verðlaunahafi í hinni árlegu virtu ljósmyndasamkeppni “The Master Photographers Association” í London. Árið 2012 veitti “The Master Photographers Association” honum sérstaka viðurkenningu “Award of Excellence” fyrir mynd í flokknum byggingalist í keppni sem náði yfir allt Bretland. 2013 fékk hann viðurkenningu fyrir tvær náttúrumyndir frá “The Master Photographers Association” í árlegri alþjóðlegri samkeppni þeirra, “fyrir afburða kunnáttu og ágæti í ljósmyndun.”

Simon er með fullkominn stúdíó búnað og býður upp á myndatökur í studíói, en einnig er í boði, þar sem því verður við komið, að koma inn á heimili eða fyrirtæki þar er hægt að taka myndirnar í því umhverfi sem hverjum og einum hentar best. Þá býður hann einnig upp á að koma á vinnustað til að taka hágæða myndir af starfsmönnum, það gengur fljótt fyrir sig og þarf ekki að trufla starfsemina.

Á mynda galleríum hans eru sýnishorn af hversu vítt og fjölbreytilegt verksvið hans í ljósmyndun er.